Enski boltinn

Will Grigg horfði á sjálfan sig skora gegn Man. City langt fram á nótt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grigg fagnar sögulegu sigurmarki sínu.
Grigg fagnar sögulegu sigurmarki sínu. vísir/getty
Norður-Írinn Will Grigg var hetja Wigan í ensku bikarkeppninni er hann skoraði sigurmarkið gegn Man. City. Kvöld og mark sem hann mun aldrei gleyma.

Grigg viðurkennir að það fyrsta sem hann hafi gert er hann kom heim eftir leikinn hafi verið að kveikja á sjónvarpinu og setja leikinn á. Hann lét sér ekki nægja að horfa bara einu sinni á leikinn og markið sitt.

„Síðast er ég kíkti á klukkuna var hún orðin fjögur um nótt. Ég varð að horfa á þetta í sjónvarpinu því leikurinn leið svo fljótt inn á vellinum,“ sagði Grigg kátur.

„Er ég kom heim var ég líka með yfir 100 WhatsApp skilaboð og svona 50 sms. Frábært að fá allar þessar kveðjur. Ég fékk mér því drykk og horfði á bestu tilþrif leiksins aftur og aftur.“

Sigurmark Grigg kom ellefu mínútum fyrir leikslok og Grigg óttaðist fram að markinu að hann myndi eiga erfitt með svefn af öðrum ástæðum.

„Ég klúðraði góðu færi í fyrri hálfleik og það í leik þar sem ég vissi að ég myndi ekki fá mörg færi. Ég gat því ekki hætt að hugsa um þetta klúður og óttaðist að ég myndi ekki fá annað færi. Ef ég hefði ekki skorað úr seinna færinu þá hefði ég líklega ekki sofið í marga daga.“

Allt það helsta úr leiknum, sem Grigg skoraði í og horfði á aftur og aftur, má sjá að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×