MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Wenger sér Terry sem frábćran ţjálfara inn á vellinum

 
Enski boltinn
21:30 01. FEBRÚAR 2016
John Terry og Arsene Wenger.
John Terry og Arsene Wenger. VÍSIR/GETTY

Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að John Terry færi sig yfir í þjálfun þegar knattspyrnuferlinum lýkur og franski stjórinn hrósar fyrirliða Chelsea sem tilkynnti um helgina að hann væri á förum frá Stamford Bridge.

John Terry sagði blaðamönnum að hann fengi ekki nýjan samning hjá Chelsea og væri á förum frá félaginu eftir tímabilið því hann væri ekki tilbúinn að hætta að spila fótbolta.

Terry kom til Chelsea þegar hann var fjórtán ára, hann hefur spilað næstum því 700 leiki fyrir félagið og er búinn að vera fyrirliði Chelsea frá 2004.

Wenger og lærisveinum hans í Arsenal hefur gengið illa á móti John Terry og Chelsea-liðinu en Arsenal hefur ekki unnið Chelsea í deildarleik frá 2011 og hefur ekki náð að skora í undanförnum sex leikjum.

„Hann var ekki bara frábær leikmaður,  og er enn, heldur var hann líka frábær þjálfari inn á vellinum," sgði Arsene Wenger í viðtali við The Guardian.

„Ég sá hann einu sinni spila með 21 árs liðinu og það var stórkostlegt að sjá hann þjálfa liðið um leið og hann spilaði við hlið strákanna. Hann er sannur leiðtogi og hefur átt frábæran feril sem við megum ekki gleyma," sagði Wenger.

„Það er aldrei tilviljun að menn eiga svona flottan feril. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig og hann var sameiningartákn innan Chelsea-liðsins," sagði Wenger.

Arsène Wenger ætlar ekki að bjóða John Terry samning en Terry er orðinn 35 ára gamall.

„Nei hann er við enda ferils síns og hann hefur spilað allan tímann með Chelsea. Ég er viss um að ef hann spilar áfram þá verður það sem leikmaður Chelsea," sagði Arsene Wenger.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Wenger sér Terry sem frábćran ţjálfara inn á vellinum
Fara efst