Enski boltinn

Wenger: Walcott skrifar vonandi undir nýjan samning á næstunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Walcott skoraði sigurmark Arsenal í 1-0 sigri á Wolfsburg á Emirates Cup í gær.
Walcott skoraði sigurmark Arsenal í 1-0 sigri á Wolfsburg á Emirates Cup í gær. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vonast til að Theo Walcott skrifi fljótlega undir nýjan samning við félagið.

Walcott, sem hefur verið í herbúðum Arsenal frá 2006, á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

„Walcott hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning en það gerist vonandi á næstunni,“ sagði Wenger.

Walcott missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna hnémeiðsla en hann kom sterkur inn í lið Arsenal á lokasprettinum og skoraði m.a. í 4-0 sigrinum á Aston Villa í úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Walcott, sem hefur verið lengst hjá Arsenal af öllum núverandi leikmönnum liðsins, hefur gert 76 mörk í 302 leikjum fyrir Skytturnar.


Tengdar fréttir

Szczesny á förum frá Arsenal

Fyrrum aðalmarkvörður Arsenal er líklegast á leiðinni í ítalska boltann en hann er númer þrjú í goggunarröðinni hjá Arsenal þessa dagana.

Peningur til staðar fyrir nýjum leikmanni

Stjórnarformaður Arsenal segir að Arsenal hafi fjármagn til að kaupa hvaða leikmann sem er í heiminum nema Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en félagið er á höttunum eftir framherja.

Tveir leikir - tveir titlar

Petr Čech hefur spilað tvo leiki fyrir Arsenal á undirbúningstímabilinu og í báðum leikjunum vann Arsenal bikar, en Čech kom frá Chelsea í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×