Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2014 18:45 Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“ Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“
Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00