Vísbending um aukin umsvif skattsvika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 19:30 Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“ Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“
Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08
Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03