Vísbending um aukin umsvif skattsvika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 19:30 Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“ Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“
Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08
Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03