Vísbending um aukin umsvif skattsvika Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 19:30 Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“ Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum. Höfundar skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustunni, segja þetta vísbendingu um aukin umsvif skattsvika í greininni. Skýrsla Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu var kynnt í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega vel í skatttekjum þar sem skatttekjur og mældar útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman, að hluta vegna aukinna skattsvika. Höfundar skýrslunnar telja bil á milli virðisaukaskattsþrepa vera stórt vandamál, þar sem það skapi hvata til að færa vörur og þjónustu milli þrepa.„Ég myndi vilja sjá eitt virðisaukaskattsþrep fyrir ferðaþjónustuaðila. Þannig að þeir sem eru að selja þjónustu til ferðamanna og á veitingastöðum, að þeir séu að selja þjónustu sem er öll í sama þrepinu“, segir Jón Bjarni Steinsson, annar höfunda skýrslunnar. Jón segir það lykilatriði fyrir aðila í rekstri, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru, að vera með bókhaldið í lagi. „Þeir sem eru að borga svart og eru í svartri atvinnustarfsemi, og eru með bókhaldið svona í rassvasanum, geyma peninga annars staðar en á bankabók, þeir eru bara í verri rekstri heldur en aðrir. Að þú ert kannski ekkert að græða peninga á því að vera að svíkja undan skatti, þú ert hugsanlega bara að snuða sjálfan þig.“ Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna staðfesta þær vísbendingar um að svört atvinnustarfsemi þrífist í ferðaþjónustunni, líkt og í öðrum atvinnugreinum. „Við teljum að þarna sé pottur brotinn, sem við viljum sjálf hafa frumkvæði að leysa úr.“ Með hvaða hætti? „Það er alveg ljóst að virðisaukaskattskerfið í ferðaþjónustu er mjög flókið og til trafala, eins og það er framsett í dag. Það þarf líka að skapa hvata hjá starfsfólkinu í greininni til þess að það þrýsti ekki á það að fá svartar tekjur.“
Tengdar fréttir Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08 Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03 Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ 4. mars 2014 17:08
Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004. 26. maí 2014 19:03