Viðskipti innlent

VÍS hagnast um 1.417 milljónir það sem af er ári

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Sigrún Ragna Ólafsdóttir er forstjóri VÍS.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir er forstjóri VÍS. vísir/vilhelm
Hagnaður Vátryggingafélags Íslands hf. á öðrum ársfjórðungi nám 686 milljónum króna. Það er nærri helmingi meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra en þá var hagnaðurinn 465 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS.

Í tilkynningunni kemur fram að tjónatíðni hafi farið hækkandi á tímabilinu. Munar þar sérstaklega um afkomu af frjálsum ökutækjatryggingum sem voru lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig hafi orðið stórt tjón í erlendri starfsemi fyrirtækisins. Slæmt veðurfar hafði einnig áhrif.

Fjárfestingartekjur námu alls 952 milljónum króna og eru tæplega tvöfalt hærri en á sama tímabili fyrir ári.

Það sem af er ári hefur félagið skilað hagnaði upp á 1.419 milljónir króna en hagnaður á fyrsta ársfjórðungi var 733 milljónir króna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×