Viðskipti innlent

Vill verða formaður LÍÚ og SF

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jens Garðar Helgason gefur kost á sér.
Jens Garðar Helgason gefur kost á sér.
Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til formanns sameinaðs félags Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva, en sameiginlegur fundur félaganna tveggja fer fram í lok mánaðarins. Fyrir aðalfundinum liggur tillaga um sameiningu þessara tveggja samtaka.  

Jens er fæddur og uppalinn á Eskifirði 1976,  stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands 1997 - 2000. Hann hóf störf hjá Fiskimiðum ehf. á Eskifirði, sem sérhæfir sig í útflutningi á fiskimjöli og lýsi, árið 1999. Jens Garðar tók við starfi framkvæmdastjóra Fiskimiða árið  2001 og gegndi því fram á þetta ár. Jens Garðar er einnig formaður bæjarráðs í Fjarðarbyggð.

Adolf Guðmundsson, núverandi formaður LÍÚ, mun ekki gefa kost á sér sem formaður sameinaðra samtaka. 

Frestur til framboðs rennur út 31. október. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×