Innlent

Vill ræða um að setja þak á eignaréttinn

Dr.Herdís Þorgeirsdóttir.
Dr.Herdís Þorgeirsdóttir.
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor vill taka umræðu um hvort ekki þurfi að setja þak á eignarétt manna. Herdís var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi þá mótmælaöldu sem hófst á Wall Street og hefur breiðst út um hinn vestræna heim.

Herdís segir að mótmælin megi rekja til þess að almenningur hafi fengið sig fullsaddann á þeim ójöfnuði sem ríki í heiminum. „Mótmælin ganga út á græðgi fyrirtækja og félagslegt óréttlæti," segir Herdís og bætir við að stjórnmálamenn á vesturlöndum séu á klafa stórfyrirtækjanna. „Þeir hafa ekki verið frjálsir til að setja lög eða segja sína meiningu á meðan þeir eru fjármagnaðir af þessum öflum og það er það sem þessi mótmæli ganga út á núna."

Þegar Herdís er spurð hvað sé til ráða í þessum efnum segist hún vilja ræða hugmyndir sem gangi út á að setja þak á eignaréttinn. Hún bendir á að menn á borð við Thomas Jefferson og Benjamin Franklin sem hafi verið þessarar skoðunar. „Menn gætu ekki átt nema takmarkað land og jafnvel var Jefferson á því að það ætti ekki að erfast,"segir Herdís. „Vegna þess að að þegar menn eiga orðið allt of mikið fylgja því slík völd að það eyðileggur jöfn tækifæri annarra.“

„Það þarf að setja eitthvert þak,“ segir Herdís að lokum og líkir hugmyndinni við eignarhald á fjölmiðlum.  „Alveg eins og var talað um að setja þak á það hvað menn mættu eiga mikið í fjölmiðlum, þá gildir sama reglan þarna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×