Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. september 2010 18:40 Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. Ólafur Kristinsson, héraðsdómslögmaður, átti hlutabréf í Landsbankanum, en hann telur að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi veitt villandi upplýsingar um eignarhald sitt á Landsbankanum fyrir bankahrunið og hann hafi þannig ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með bankanum. Björgólfur Thor hafi verið með undir 20 prósenta eignarhlut í Landsbankanum því nánir samstarfsmenn hans hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í Givenshire Equities, móðurfélagi Samsonar, en Samson hélt utan um eignarhlut Björgólfsfeðga í bankanum. Hlutur samstarfsmannanna hafi hins vegar verið undir hans stjórn og því hafi átt að flokka Björgólf Thor sem venslaðan aðila með Landsbankanum. Það hafi hins vegar ekki verið gert og aðgengi Björgólfs að lánsfé hjá Landsbankanum hafi því orðið mun greiðara fyrir vikið. Telur þú að Björgólfur Thor og Landsbankinn hafi viljandi blekkt yfirvöld og hluthafa í bankanum? „Gögnin sem ég hef undir höndum veita vísbendingar um að hann (Björgólfur Thor innsk.blm) hafi allavega reynt að hylja slóðina," segir Ólafur Kristinsson. Hann segir að röng flokkun á Björgólfi Thor hafi haft margvíslegar afleiðingar, t.d hafi ekki þurft að gefa upp lánveitingar til hans opinberlega. Markaðurinn hafi því ekki fengið rétta mynd af þeirri áhættu sem fylgdi því að fjárfesta í Landsbankanum. „Þegar keypt eru skuldabréf, eða hlutabréf, þegar venslaður aðili á svona stóra stöðu af lánasafni bankans þá rýrir það verðgildi bankans mjög mikið. Það má líka ímynda sér að hann hafi verið að nota bankann í eigin þarfir án þess að hægt sé að slá því föstu," segir Ólafur. Þannig hafi ekki aðeins hluthafar verið blekktir, heldur einnig fjárfestar sem keyptu skuldabréf í Landsbankanum. Ólafur segist vera að safna saman hluthöfum í Landsbankanum og hyggst fara í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor. Hann hvetur aðra fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum að hafa samband við sig. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Novators og Björgólfs Thors, hafnar ásökunum Ólafs. „Þessi ályktun hans er einfaldlega byggð á röngum forsendum. Það lágu alltaf fyrir á hverjum tíma réttar upplýsingar um eignarhaldið, það var tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins og regluvarðar í Landsbankanum, þannig að forsendurnar eru einfaldlega rangar." Ragnhildur segir að alltaf hafi verið gefnar upp réttar upplýsingar um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. En hvað segir Björgólfur Thor um það að fyrrverandi hluthafar Landsbankans ætli hugsanlega í hópmálssókn gegn honum? „Hann gerir engar athugasemdir við það. Ef fólk telur á sér brotið þá á það að sjálfsögðu að leita til dómstóla, það er réttur farvegur fyrir slík mál," segir Ragnhildur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fyrrverandi hluthafi í Landsbankanum hyggst höfða mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en hann telur að Björgólfur Thor hafi blekkt yfirvöld og fjárfesta með rangri upplýsingagjöf um eignarhald sitt á bankanum. Hann hvetur aðra fjárfesta til að hafa samband við sig til að fara í hópmálssókn. Ólafur Kristinsson, héraðsdómslögmaður, átti hlutabréf í Landsbankanum, en hann telur að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi veitt villandi upplýsingar um eignarhald sitt á Landsbankanum fyrir bankahrunið og hann hafi þannig ranglega ekki verið flokkaður sem venslaður aðili með bankanum. Björgólfur Thor hafi verið með undir 20 prósenta eignarhlut í Landsbankanum því nánir samstarfsmenn hans hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í Givenshire Equities, móðurfélagi Samsonar, en Samson hélt utan um eignarhlut Björgólfsfeðga í bankanum. Hlutur samstarfsmannanna hafi hins vegar verið undir hans stjórn og því hafi átt að flokka Björgólf Thor sem venslaðan aðila með Landsbankanum. Það hafi hins vegar ekki verið gert og aðgengi Björgólfs að lánsfé hjá Landsbankanum hafi því orðið mun greiðara fyrir vikið. Telur þú að Björgólfur Thor og Landsbankinn hafi viljandi blekkt yfirvöld og hluthafa í bankanum? „Gögnin sem ég hef undir höndum veita vísbendingar um að hann (Björgólfur Thor innsk.blm) hafi allavega reynt að hylja slóðina," segir Ólafur Kristinsson. Hann segir að röng flokkun á Björgólfi Thor hafi haft margvíslegar afleiðingar, t.d hafi ekki þurft að gefa upp lánveitingar til hans opinberlega. Markaðurinn hafi því ekki fengið rétta mynd af þeirri áhættu sem fylgdi því að fjárfesta í Landsbankanum. „Þegar keypt eru skuldabréf, eða hlutabréf, þegar venslaður aðili á svona stóra stöðu af lánasafni bankans þá rýrir það verðgildi bankans mjög mikið. Það má líka ímynda sér að hann hafi verið að nota bankann í eigin þarfir án þess að hægt sé að slá því föstu," segir Ólafur. Þannig hafi ekki aðeins hluthafar verið blekktir, heldur einnig fjárfestar sem keyptu skuldabréf í Landsbankanum. Ólafur segist vera að safna saman hluthöfum í Landsbankanum og hyggst fara í hópmálssókn gegn Björgólfi Thor. Hann hvetur aðra fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum að hafa samband við sig. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Novators og Björgólfs Thors, hafnar ásökunum Ólafs. „Þessi ályktun hans er einfaldlega byggð á röngum forsendum. Það lágu alltaf fyrir á hverjum tíma réttar upplýsingar um eignarhaldið, það var tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins og regluvarðar í Landsbankanum, þannig að forsendurnar eru einfaldlega rangar." Ragnhildur segir að alltaf hafi verið gefnar upp réttar upplýsingar um eignarhald Björgólfs Thors í Landsbankanum. En hvað segir Björgólfur Thor um það að fyrrverandi hluthafar Landsbankans ætli hugsanlega í hópmálssókn gegn honum? „Hann gerir engar athugasemdir við það. Ef fólk telur á sér brotið þá á það að sjálfsögðu að leita til dómstóla, það er réttur farvegur fyrir slík mál," segir Ragnhildur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07 Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu á fréttinni sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila“ vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 9. september 2010 16:07
Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37