Vill að Eygló segi af sér taki hún sig ekki taki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júlí 2015 12:30 Borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina fer hörðum orðum um félags- og húsnæðismálaráðherra og fer fram á afsögn, taki ráðherrann sig ekki taki og vinni húsnæðismálin af skynsemi. vísir/ernir/eyjan Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, fer fram á að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segi af sér embætti, taki hún sig ekki taki og vinni húsnæðismálin af skynsemi. Hún fer hörðum orðum um störf ráðherrans, segir húsnæðismálin í algjöru uppnámi og býðst til að aðstoða við að koma þeim í betri farveg. Guðfinna ritaði færslu á Facebook í nótt þar sem hún sagði Eygló og forvera hennar, Árna Pál Árnason og Guðbjart Hannesson „ömurlega“. Eygló tæki ekki við ráðgjöf þegar komi að húsnæðismálum og því séu þau í algjör rugli, líkt og Guðfinna orðaði það.Reynslumikil boðið fram aðstoð „Ég er búin að starfa í húsnæðismálum í tuttugu ár og þekki þetta ágætlega. Ég hef boðist til að aðstoða velferðarráðherra í hennar málum en hún hefur ekki viljað það. Þannig að ég er tilbúin til þess að aðstoða hvern þann sem hefur áhuga á að gera eitthvað í þessum málum,” segir Guðfinna í samtali við Vísi. Eygló boðaði tvö húsnæðismálafrumvörp á liðnu þingi en hvorugt þeirra varð að veruleika og urðu um þau nokkrar deilur. Bjarni Benediktsson hvatti hana til að draga þau til baka að hennar sögn eftir kostnaðarmat í fjármálaráðuneytinu. „Húsnæðismálin eru auðvitað búin að vera vandamál í mörg ár og lítið verið gert. Þessi frumvörp sem voru lögð fram af velferðarráðherra nú í vor – að þegar maður les athugasemdirnar, til dæmis frá fjármálaráðuneytinu á frumvarpinu um húsnæðisbætur að þá sést alveg greinilega að frumvarpið var mjög illa unnið. Frumvarpið er ekki í rauninni að skila því sem það ætti að vera að skila og það gleymist oft að ræða er það að almennur leigumarkaður er eitt og félagslegur annað,“ segir Guðfinna og bætir við að finna þurfi hæfari aðila í starf velferðarráðherra.Eygló þurfi að vinna málin af skynsemi „Ég held það sé hægt að finna miklu hæfara fólk í þessi mál. Mér finnst hún hafa staðið sig mjög illa og annað hvort þarf hún bara að taka sig verulega á og fara að vinna þessi mál af skynsemi í staðinn fyrir að segja að það sé fjármálaráðuneytið sem sé að stoppa hana í hennar málum. Þetta eru illa unnin frumvörp hjá henni. Nú ef hún getur það ekki þá tel ég rétt að það sé fundinn einhver annar einstaklingur til þess að gegna þessu embætti,“ segir hún og bætir við að margir séu betur til þess fallnir að gegna embættinu, en vill þó ekki nefna nein nöfn. Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka,...Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on 27. júlí 2015 Tengdar fréttir Eygló ömurlegur velferðarráðherra að mati flokkssystur sinnar Borgarfulltrúinn segir húsnæðismálin „í rugli“ sökum þess að ráðherrann neiti að taka við ráðleggingum. 28. júlí 2015 07:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, fer fram á að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segi af sér embætti, taki hún sig ekki taki og vinni húsnæðismálin af skynsemi. Hún fer hörðum orðum um störf ráðherrans, segir húsnæðismálin í algjöru uppnámi og býðst til að aðstoða við að koma þeim í betri farveg. Guðfinna ritaði færslu á Facebook í nótt þar sem hún sagði Eygló og forvera hennar, Árna Pál Árnason og Guðbjart Hannesson „ömurlega“. Eygló tæki ekki við ráðgjöf þegar komi að húsnæðismálum og því séu þau í algjör rugli, líkt og Guðfinna orðaði það.Reynslumikil boðið fram aðstoð „Ég er búin að starfa í húsnæðismálum í tuttugu ár og þekki þetta ágætlega. Ég hef boðist til að aðstoða velferðarráðherra í hennar málum en hún hefur ekki viljað það. Þannig að ég er tilbúin til þess að aðstoða hvern þann sem hefur áhuga á að gera eitthvað í þessum málum,” segir Guðfinna í samtali við Vísi. Eygló boðaði tvö húsnæðismálafrumvörp á liðnu þingi en hvorugt þeirra varð að veruleika og urðu um þau nokkrar deilur. Bjarni Benediktsson hvatti hana til að draga þau til baka að hennar sögn eftir kostnaðarmat í fjármálaráðuneytinu. „Húsnæðismálin eru auðvitað búin að vera vandamál í mörg ár og lítið verið gert. Þessi frumvörp sem voru lögð fram af velferðarráðherra nú í vor – að þegar maður les athugasemdirnar, til dæmis frá fjármálaráðuneytinu á frumvarpinu um húsnæðisbætur að þá sést alveg greinilega að frumvarpið var mjög illa unnið. Frumvarpið er ekki í rauninni að skila því sem það ætti að vera að skila og það gleymist oft að ræða er það að almennur leigumarkaður er eitt og félagslegur annað,“ segir Guðfinna og bætir við að finna þurfi hæfari aðila í starf velferðarráðherra.Eygló þurfi að vinna málin af skynsemi „Ég held það sé hægt að finna miklu hæfara fólk í þessi mál. Mér finnst hún hafa staðið sig mjög illa og annað hvort þarf hún bara að taka sig verulega á og fara að vinna þessi mál af skynsemi í staðinn fyrir að segja að það sé fjármálaráðuneytið sem sé að stoppa hana í hennar málum. Þetta eru illa unnin frumvörp hjá henni. Nú ef hún getur það ekki þá tel ég rétt að það sé fundinn einhver annar einstaklingur til þess að gegna þessu embætti,“ segir hún og bætir við að margir séu betur til þess fallnir að gegna embættinu, en vill þó ekki nefna nein nöfn. Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka,...Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on 27. júlí 2015
Tengdar fréttir Eygló ömurlegur velferðarráðherra að mati flokkssystur sinnar Borgarfulltrúinn segir húsnæðismálin „í rugli“ sökum þess að ráðherrann neiti að taka við ráðleggingum. 28. júlí 2015 07:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Eygló ömurlegur velferðarráðherra að mati flokkssystur sinnar Borgarfulltrúinn segir húsnæðismálin „í rugli“ sökum þess að ráðherrann neiti að taka við ráðleggingum. 28. júlí 2015 07:55