Erlent

Vilja konur út úr kaffihúsum í Kúvæt

Þorgils Jónsson skrifar
Hér sést kona njóta reykinga úr vatnspípu á shisha-kaffihúsi. Það þykir harðlínumönnum þar í landi ósæmilegt.
Hér sést kona njóta reykinga úr vatnspípu á shisha-kaffihúsi. Það þykir harðlínumönnum þar í landi ósæmilegt. Mynd/AP
Harðlínumenn í Persaflóaríkinu Kúvæt hafa skorið upp herör gegn því að konur fái að koma inn á svokölluð shisha-kaffihús til að reykja úr vatnspípum. Telja þeir þetta dæmi um innreið frjálslyndrar vestrænnar úrkynjunar.

Kúvæt og valdastéttin þar í landi hafa um langa hríð tengst  Vesturveldunum sterkum böndum, en undanfarin misseri hafa deilur um siði og samfélagslegar hefðir orðið æ háværari.

Nú er barist um hvort konur eigi að fá að fara inn á shisha-kaffihús, hvort sem þær eru einar og þá á sérstökum kvennasvæðum, eða með karlmönnum í för, en kaffihús þessi voru áður aðeins ætluð körlum.

Deilumálin eru hins vegar fleiri þar sem meðal annars er tekist á um hvort hleypa eigi samkynhneigðum farandverkamönnum inn í landið og hvort þar eigi að halda alþjóðlegt mót í knattspyrnu kvenna. Þá var í síðustu viku hætt við hrekkjavökuhátíð í félagsmiðstöð fyrir börn eftir mikinn þrýsting þar sem mörgum þótti sem þar væri um guðlast að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×