Erlent

Vilja banna úkraínska kommúnistaflokkinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Allt er á suðupunkti í úkraínskum stjórnvöldum í kjölfar þróunar mála á síðustu dögum.
Allt er á suðupunkti í úkraínskum stjórnvöldum í kjölfar þróunar mála á síðustu dögum. Vísir/AFP
Yfirvöld í Úkraínu hafa farið fram á það að kommúnistaflokkur landsins verði bannaður sökum stuðnings hans við uppreisnarmenn í austurhluta landsins.

Málið var dómtekið í Kænugarði í dag en úkraínska dómsmálaráðuneytið höfðar málið á hendur á flokknum. Ráðuneytið áskar kommunista um að grafa undan einingu landsins með því að útvega uppreisnarsinnum, sem eru hliðhollir Rússum, fjármagn og vopn til að takast á við stjórnarherinn í Austur-Úkraínu.

Einnig er flokknum gefið að sök að greiða leið umdeildra þjóðaratkvæðagreiðsla í austurhluta landsins en margar þeirra hafa leitt í ljós vilja íbúa svæðisins að sameinast Rússlandi.

Framámaður í kommúnistaflokknum, Petr Symonenko, segir yfirvöld í Úkraínu „traðka á vilja kjósenda“ en flokkur hans hlaut alls rúmlega 13 prósent greiddra atkvæða í kosningunum árið 2012. Kommúnistaflokkur er því fimmti stærsti flokkur landsins.

Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó, sagði í júní síðastliðnum að hann væri ekki sammála því að rétta leiðin væri ekki að banna pólitíska andstæðinga sína. Frekar ætti að láta kjósendur sjá um að útiloka óæskilegar skoðanir. Hann hefur þó ekki tjáð sig um atburðarás dagsins. 


Tengdar fréttir

Spjótin beinast nú að Rússlandi

Bandaríkjaforseti segir ábyrgð Rússa mikla á að ekki hafi tekist að koma á friði í Úkraínu. Kallar eftir ákveðnum skrefum í friðarátt og boðar samráð þjóðarleiðtoga um næstu skref. Úkraínumenn segja aðskilnaðarsinna studda af Rússum ábyrga fyrir árásinni.

Barist um rússnesku landamærin

Uppreisnarmenn í Úkraínu skutu í gær flugskeytum á úkraínska hermenn í Austur-Úkraínu þar sem nítján féllu.

Vikulangt vopnahlé ekki virt

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skorar á Úkraínustjórn að framlengja vopnahléið og ræða við uppreisnarmenn.

Utanríkisráðherra fundar með Porosjenko

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund í Kænugarði í kvöld með Petro Porosjenko, forseta Úkraínu og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra landsins.

Forsætisráðherra Úkraínu segir af sér

Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, hefur sagt af sér embætti, eftir að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi ríkisstjórnarflokkanna fyrr í dag.

Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum

Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×