Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Leiðsögumenn hafa kvartað undan því að það vanti salernisaðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. vísir/pjetur „Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00
Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent