Viðskipti innlent

Vigdís Hauks vill fækka ríkisstofnunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Viðskiptaráði að fækka þurfi ríkisstofnunum.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Viðskiptaráði að fækka þurfi ríkisstofnunum. Vísir/Vilhelm
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Viðskiptaráði að fækka þurfi ríkisstofnunum. Í Facebook færslu í dag ritar Vigdís: „Ég deili þessum skoðunum – við verðum að slaka ríkinu niður – til að eiga fyrir skuldbindingum framtíðarinnar vegna öldrunar þjóðarinnar.“

Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að Viðskiptaráð teldi að Ísland væri með allt of margar ríkisstofnanir miðað við að vera örþjóð. Sameina mætti margar þeirra, og leggja nokkrar þeirra niður, meðal annars Íbúðalánasjóð og ÁTVR. Viðskiptráð leggur til þrjátíu tillögur til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70.

„Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ sagði Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stofnþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ 


Tengdar fréttir

Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70

Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×