Erlent

Vígamenn ISIS sagðir hyggja á árásir í Stokkhólmi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregla að störfi í Stokkhólmi.
Lögregla að störfi í Stokkhólmi. Vísir/EPA
Íraskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa varað yfirvöld í Svíþjóð við því að sjö til átta meðlimir Íslamska ríkisins hafi ferðast til landsins. Þar skipuleggi þeir hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Stokkhólmi. Lögreglan er sögð vera í viðbragðsstöðu vegna ábendingarinnar.

Þetta hefur Expressen eftir heimildum, en samkvæmt SVT hefur þetta ekki fengist staðfest af yfirvöldum.

Í samtali við Expressen, segir upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar Säpo að ekki hafi tekist að ganga úr skugga um að ógnin væri ekki til staðar. Stofnunin vildi ekki staðfesta að viðbúnaðarstig hefði verið hækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×