Viðskipti erlent

Viðskipti með bréf Alibaba hefjast í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verð  á hlut í Alibaba er 68 dollarar.
Verð á hlut í Alibaba er 68 dollarar. Vísir/Getty
Viðskipti með hlutabréf í kínversku netversluninni Alibaba hefjast í dag í kauphöllinni í New York. Samkvæmt AP er verð  á hlut í Alibaba 68 dollarar og má búast við að viðskiptin í dag velti 25 milljörðum dala.

Fyrirtækið er metið á tæpar 168 milljarða dala sem er nokkuð meira en Amazon og tvöfalt meira en eBay.

Sérfræðingar hafa leitt líkum að því að andvirði Alibaba geti farið yfir 200 milljarða dala þegar viðskipti hefjast með bréf þess í New York sem er nálægt því að vera meira en Amazon og eBay eru metin á samtals.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×