Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuður dróst saman milli ársfjórðunga

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um átta milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við rúmlega fimmtíu milljarða jákvæðan jöfnuð ársfjórðunginn á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á ársfjórðungnum og fyrir árið 2015.

Vakin er athygli á því í tilkynningu frá bankanum að nauðasamningar þrotabúa í slitameðferð voru endanlega staðfestir á tímabilinu og að áhrif þeirra á erlenda stöðu þjóðarbúsins hafi verið mikil. Áhrif þeirra munu hins vegar ekki koma að fullu fram fyrr en við uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2016.

Greiðslur til kröfuhafa nema samtals 1.904 milljörðum króna en afskriftir skulda hins vegar 7.134 milljarðar. Hluti greiðslnanna, eða 462 milljarðar, voru framkvæmdar undir lok síðasta árs en afgangurinn verður greiddur síðar í formi reiðjufjár eða með afhendingu skulda- og hlutabréfum félaganna.

Í lok síðasta árs námu erlendar eignir þjóðarbúsins 4.785 milljörðum en skuldir 5.101 milljörðum. Hrein staða við útlönd er því neikvæð um 316 milljarða króna eða sem nemur 14,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Nettóskuldir lækkuðu um 7.136 milljarða króna milli ára eða sem nemur tæpum 330 prósentum af vergri landsframleiðslu.


Tengdar fréttir

Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér

Íslandsbanki kominn í ríkiseigu

Glitnir hefur afhent ríkinu allt stöðugleikaframlag slitabúsins. Þetta segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis. Frá því hafi verið gengið í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×