Viðskipti innlent

Verslunum Skífunnar lokað

ingvar haraldsson skrifar
Guðmundur segir að vöxtur hafi verið í tölvuleikjasölu hjá Skífunni og Geimstöðinni. Myndin var tekin þegar Grand Theft Auto fór í sölu í Skífunni.
Guðmundur segir að vöxtur hafi verið í tölvuleikjasölu hjá Skífunni og Geimstöðinni. Myndin var tekin þegar Grand Theft Auto fór í sölu í Skífunni. vísir/vilhelm
Loka á verslunum Skífunnar í Kringlunni og Smáralind um miðjan mars. Þetta staðfestir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri og eigandi Magna verslana ehf., sem rekur Skífuna og Gamestöðina og Heimkaup.is, í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá málinu.

Guðmundur segir verslanir líkt og Skífuna ekki lengur getað þjónað kvikmynda- og tónlistaráhugamönnum sómasamlega. „Þetta rekstarform gengur ekki lengur því úrvalið er of lítið,“ segir Guðmundur.

Geimstöðin mun taka yfir rekstur verslunarinnar Skífunnar í Smáralind en hingað til hafa verslanirnar verið reknar samhliða í Smáralind.

Guðmundur segir áfram stefnt að því að þjónusta viðskiptavini Skífunnar. „Við erum að skoða aðra möguleika til að þjóna þessum markaði“ segir Guðmundur. Hann á von á nánari tilkynningu þess efnis á næstunni en þar komi netverslun vel til álita enda hafi verið talsverður vöxtur í sölu Skífunnar á netinu ólíkt þeim samdrætti sem hefur átt sér stað í verslunum Skífunnar í Smáralind og Kringlunni.

28 ár eru síðan verslun Skífunnar í Kringlunni opnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×