Erlent

Verkföll lama Noreg í dag

Frá Osló.
Frá Osló. Vísir/AFP
Meðlimir í stærstu verkalýðsfélögum Noregs ætla í tveggja tíma verkfall í dag til þess að sýna megna óánægju með breytingar á vinnulöggjöfinni sem ríkisstjórnin hefur lagt til. Verkfallið mun lama stóran hluta landsins en til að mynda myn lestarkerfið stöðvast auk þess sem vinnustöðvun verður á leik- og grunnskólum og í fjölmörgum stofnunum.

Verkalýðsleiðtogar segja breytingarnar sem lagðar eru til vera til þess fallnar að bitna illa á norsku starfsfólki. Tímabundnar ráðningar verða gerðar auðveldari og þá eru reglur um yfirvinnu og helgarvinnu rýmkaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×