Viðskipti innlent

Verkfall SGS: Dominos lokað á Selfossi, Akranesi og Akureyri fram á föstudag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það verður ekki hægt að panta pizzu hjá Dominos í þessum bæjarfélögum, allavega fram á föstudag.
Það verður ekki hægt að panta pizzu hjá Dominos í þessum bæjarfélögum, allavega fram á föstudag. mynd/facebook-síða dominos
Vegna verkfallsaðgerða lokaði Domino´s á Ísland verslunum sínum á Akranesi, Selfossi og á Akureyri seint í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu á samskiptamiðlinum Facebook en verslanirnar verða lokaðar fram á föstudag.

Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins.

Félögin sem þar eru undir eru:

AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Vegna verkfallsaðgerða SGS verða verslanir okkar á Akranesi, Selfossi og Akureyri lokaðar í dag og á morgun.Verslanirnar opna aftur á hefðbundnum tíma á föstudag.

Posted by Domino's Pizza - Ísland on 6. maí 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×