Erlent

Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam

Doan Thi Huong frá Víetnam og Siti Aisyah frá Indónesíu.
Doan Thi Huong frá Víetnam og Siti Aisyah frá Indónesíu. Vísir/EPA
Yfirvöld Malasíu ætla sér að ákæra tvær konur fyrir morðið á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Konurnar tvær sem eru frá Indónesíu og Víetnam segjast báðar hafa haldið að þær væri að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam, sem lést nokkrum mínútum síðar.

Myndbandsupptökur náðust á flugvellinum í Kuala Lumpur þar sem konurnar sást önnur konan taka fyrir augun á Nam og hin nuddaði olíukenndum vökva framan í hann. Um var að ræða VX-taugaeitur sem skilgreint er sem gereyðingarvopn.

Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar verði konurnar fundnar sekar, gætu þær átt dauðadóm yfir höfði sér. Þær yrðu mögulega teknar af lífi með hengingum.

Konurnar eru 25 og 28 ára gamlar, en þar að auki hefur einn maður frá Norður-Kóreu verið handtekinn. Ekki liggur fyrir hvort að hann verði ákærður vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×