Veltir því upp hvort tengsl við dómara hafi tryggt sýknudóm Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 19:58 „Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36