Veltir því upp hvort tengsl við dómara hafi tryggt sýknudóm Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 19:58 „Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Sá maður sem viðhafði þessi ummæli er sonur lögmanns hér í bænum sem er mikill persónulegur vinur einstaklinga við þennan dómsstól. Ég veit ekkert um það hvort það hefur einhver áhrif á þetta og vil náttúrlega ekki trúa því. En þegar maður horfir á svona niðurstöðu auðvitað leitar maður einhverra skýringa. Ég veit ekki hvort þetta er hún,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hann vísar þar með í sýknudóm sem nýverið féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti Íslands. Jón Steinar hefur áður gagnrýnt ýmislegt í tengslum við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. Þá segir hann hóp lögfræðinga stýra Hæstarétti og hafi rétt á stjórn á réttarfarsnefnd. „Þessi dómur er svo vitlaus að það að það er varla annað hægt en að bara brosa að þessu, ef þetta væri eitthvað fyndið, sem það er ekki [...] Maðurinn sagði að hann [Egill] væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari, þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt,“ segir Jón Steinar. Um er að ræða ummælin „fuck you rapist bastard“ sem Ingi Kristján skrifaði yfir mynd af Agli og birti á veraldarvefnum. Aðspurður hvað sé svona vitlaust við dóminn svarar Jón Steinar: „Maðurinn sagði að hann væri nauðgari. Og það er fundið út úr því í dómsforsendunum að þetta sé ekki ásökun um að hann sé nauðgari þó hann hafi sagt það. Heldur sé þetta einhver gildisdómur. Þetta er alveg óskiljanlegt.“ Í dómnum segir að framsetning orða Inga Kristjáns beri að mati dómsins með sér að vera fúkyrði fremur en staðhæfing um staðreynd. „Um orðalag af þessu tagi gildir að líta verður á það sem gildisdóm fremur en staðhæfingu um staðreynd.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Að kalla saklausan mann nauðgara og komast upp með það Merkilegur dómur var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands síðustu viku þegar maður sem kallaði annan mann nauðgara opinberlega var stefnt fyrir meiðyrði og var sýknaður þrátt fyrir sá sem hin ætluðu ærumeiðandi ummæli beindust gegn hefur aldrei hlotið dóm fyrir nauðgun. 26. nóvember 2014 08:00
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36