Innlent

Vatnsleysi veldur vandræðum í laxveiðiám

Til vandræða horfir í sumum laxveiðiám á Vesturlandi vegna vatnsleysis í kjölfar langvarandi þurrka. Reyndar á þetta líka við húnvetnsku árnar, en ásandið er yfirelitt betra í örðum landshlutum.

Veiðin undanfarna daga hefur sumstaðar verið langt undir meðallagi, þótt spáð hafi verið góðu veiðisumri í vor.

Og það er ekki bara vatnsleysið, sem kemur niður á veiðinni, heldur einnig vatnshitinn. Hann eykst þegar líður á hlýja daga og fór alveg upp í 18 gráður í Norðurá einn daginn í síðustu viku. Við þær aðstæður skila göngurnar sér tregar en ella.

Nú er hinsvegar spáð einhverri rigningu á þessum slóðum um helgina og binda veiðimenn miklar vonir við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×