Erlent

Varar Putin við því að „leika sér að eldi“

Samúel Karl Ólason skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur varað Vladimir Putin, forseta Rússlands, við því að „leika sér að eldi“. Það væru Rússar að gera með því að gera loftárásir gegn uppreisnarhópum í skjóli þess að gera árásir gegn ISISErdogan vill funda með Putin á loftlagsráðstefnunni í París, sem byrjar á mánudaginn.

Putin vill hins vegar að Erdogan biðjist afsökunar á því að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn, áður en hann hittir Erdogan.

Erdogan hélt sjónvarpsávarp fyrr í dag þar sem hann sagði einnig að Rússar væru að leika sér að eldi með því að nota atvikið á þriðjudaginn sem afsökun til að setja fram óásættanlegar ásakanir gegn Tyrkjum. Háttsettir stjórnmálamenn í Rússlandi hafa sagt að Tyrkir styðji við bakið á Íslamska ríkinu á bakvið tjöldin og séu jafnframt stærsti kaupandi olíu frá ISIS.

Hann neitaði að biðjast afsökunar á því að flugvélin hafi verið skotin niður, en Tyrkir segja henni hafa verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Rússar neita því alfarið. Þá sagði Erdogan að þeir hefðu ekki vitað að flugvélin væri rússnesk. Ef svo hefði verið hefðu aðgerðir þeirra mögulega verið öðruvísi.

Erdogan vill nota hugsanlegan fund með Putin til að draga úr spennu á milli ríkjanna. 


Tengdar fréttir

Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð

Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir.

Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur

Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi.

Rússar herða loftárásir

Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×