Innlent

Varaformaðurinn segir ekki miklar líkur á að Framsókn myndi ríkisstjórn til vinstri

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Mynd/Vísir
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins sagði í Reykjavík síðdegis í dag að það valdi vonbrigðum að aðrir flokkar hefðu ekki tekið undir áherslur Framsóknarflokksins um almenna skuldaleiðréttingu heimilanna.

Bæði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og nú síðast Össur Skaprhéðinsson utanríkisráðherra í þættinum Harmageddon á X-inu hefðu ítrekað þetta.  

Sigurður Ingi sagði hefð fyrir því að flokkar gangi óbundnir til kosninga en bæði Samfylking og Vinstri græn hefðu einnig hafnað hugmyndum um nauðsyn atvinnuuppbyggingar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki gert.

Þar með hefði Samfylkingin og Vinstri græn útlokað sig frá stjórnarþátttöku.

Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×