Innlent

Varað við hálku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/arnþór
Spáð er vaxandi éljagangi um vestanvert landið í dag og fram á kvöld. Á láglendi verður hiti nærri frostmarki og fylgir éljunum því hálka. Á móti kemur að vindur verður víðast hvar fremur hægur.

Vegagerðin varar við hálku á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og víðast hvar á Suðurlandi. Þó er þæfingur á einstaka sveitavegum. Hálkublettir eru á köflum á Höfuðborgarsvæðinu.

Hálka er á velflestum vegum á Vesturlandi en þæfingsfærð á Fróðárheiði og Laxárdalsheiði.  Hálka og snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum en þæfingur á Steingrímsfjarðarheiði og aðeins er jeppafært norður í Árneshrepp.

Það er hálka og snjóþekja á Norðurlandi. Ófært er um Hófaskarð og Hálsa en þæfingsfærð á Tjörnesi og eins í Þistilfirði og Bakkafirði.

Sjá veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×