Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2015 07:45 Skemmtiferðaskip á Ísafirði LC ráðgjöf ehf, sem vann verkefni vegna læsis skólabarna fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra, ráðlagði á sama tíma Ragnheiði Elínu Árnadóttur ferðamálaráðherra um nýja ferðamálastefnu. Eigandi fyrirtækisins og annar starfsmaður er fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/pjétur Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00