Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2015 07:45 Skemmtiferðaskip á Ísafirði LC ráðgjöf ehf, sem vann verkefni vegna læsis skólabarna fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra, ráðlagði á sama tíma Ragnheiði Elínu Árnadóttur ferðamálaráðherra um nýja ferðamálastefnu. Eigandi fyrirtækisins og annar starfsmaður er fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/pjétur Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent