Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 17:47 Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Vísir/Óskar Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála. Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála.
Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04
Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03