Innlent

Úr steggjapartýi í gæsluvarðhald: Fylgdarliði mannsins vísað af hótelinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konan hefur kært manninn fyrir kynferðisbrot.
Konan hefur kært manninn fyrir kynferðisbrot. Vísir/KTD
Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudags vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart íslenskri konu. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn hluti af steggjaferð hingað til lands. 

Maðurinn var handtekinn í gærmorgun en konan hefur lagt fram kæru á hendur honum. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, staðfesti við Vísi að fleiri hefðu verið yfirheyrðir vegna málsins. Meðal þeirra eru ferðafélagar mannsins.

Samkvæmt heimildum Vísis var hópnum sem maðurinn tilheyrði vísað af hótelinu eftir að málið kom upp og herbergi á hótelinu lokað tímabundið.

Árni Þór segir rannsókn málsins miða vel.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×