Innlent

Úr sól í snjó á nokkrum klukkutímum

Boði Logason skrifar
Fréttamaður tók þessa mynd út um gluggann á fréttastofunni fyrr í kvöld. Ef rýnt er í myndina má sjá að lítilsháttar snjókoma er úti en næstu daga er spáð meiri hita, segir veðurfræðingur.
Fréttamaður tók þessa mynd út um gluggann á fréttastofunni fyrr í kvöld. Ef rýnt er í myndina má sjá að lítilsháttar snjókoma er úti en næstu daga er spáð meiri hita, segir veðurfræðingur. mynd/BL
Mörgum íbúum á höfuðborgarsvæðinu brá heldur betur í brún þegar að þeir litu út um gluggann í kvöld og sáu snjó falla til jarðar. Það verður að teljast fremur óvenjulegt svona miðað við sólina og bláa himininn síðustu daga.

Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kalt loft hafi verið yfir Íslandi síðustu daga og því falli þessi úrkoma sem snjór til jarðar. „Þann 1. maí í fyrra mældum við sautján sentimetra snjóþykkt hér á landi, svo þetta er ekki svo óvenjulegt. Það er þó óvenjulegt að snjór festist á þessum árstíma."

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa þó ekki að búast við að allt verði á kafi í snjó þegar þeir vakna á morgun því næstu daga á hitinn að hækka. „Það má búast við lítilsháttar úrkomu en það verður einhver sól í bland. Það má búast við vætu á föstudag og laugardag," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×