Ungliðar komu, sáu og sigruðu á landsfundi Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 22:03 Forysta Sjálfstæðisflokksins fékk rússneska kosningu á landsfundi flokksins í dag eða yfir níutíu prósent atkvæða. Nýkjörinn ritari segir flokkinn hafa staðfest á fundinum að hann treysti ungu fólki til ábyrgðarstarfa. Það er óhætt að segja að nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fengið glæsilega kosningu á landsfundinum og að unga fólkið hafi komið, séð og sigrað. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður flokksins með 96 prósentum atkvæða sem er besta kosning sem hann hefur fengið í formannsembættið í þau fimm skipti sem hann hefur verið í framboði. Ólöf Nordal sem nú tekur í annað sinn við varaformennskunni fékk enn glæsilegri kosningu eða 96,7 prósent atkvæða. Óvæntasta uppákoman á landsfundinum var hins vegar óvænt framboð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti ritara. Eftir að hún bauð sig fram í gær dróg Guðlaugur Þór Þórðarson framboð sitt til endurkjörs til baka nokkrum klukkustundum síðar. „Það er best fyrir flokkinn minn, fyrir flokkinn okkar, þegar ungur öflugur frambjóðandi býður sig fram í embætti ritara að ég stigi til hliðar og styðji það framboð og ég vona að við gerum það öll,“ sagði Guðlaugur áður en kosningar um embætti hófust í flokknum í dag. Það var engu að síður spenna í loftinu þegar úrslit um kosninganna lágu fyrir, þar sem Áslaug Arna hlaut 91,9 prósent atkvæða. „Kæru vinir. Í gær spurði ég ykkur hvort Sjálfstæðisflokkurinn meinti það þegar hann segðist hlusta á og treysta ungu fólki. Nú stend ég hér og spurningunni hefur verið svarað,“ sagði Áslaug Arna þegar hún ávarpaði fundinn eftir að úrslit lágu fyrir. Í viðtali við fréttastofu sagðist hún telja sig geta breikkað ásýnd forystu flokksins í augum kjósenda en hún er tæplega 25 ára gömul laganemi. Hverjir vissu af þessu framboði, voru þetta samantekin ráð hjá ungliðum? Þetta virtist koma fólki svolítið á óvart. „Þetta voru ekki samantekin ráð hjá ungliðum. Þetta var bara mín einstaklingsákvörðun sem ég tók í gær,“ segir Áslaug Arna. Ólöf Nordal innanríkisráðherra kallaði eftir því í framboðsræðu sinni til varaformanns á landsfundinum að ungt fólk yrði kallað til starfa og fékk því ósk sína uppfyllta. „Þetta kom öllum mjög mikið á óvart. En ég held að þetta muni efla Sjálfstæðisflokkinn. Við höfum verið að kalla eftir ungu fólki. Þessi fundur hefur ekki hvað síst snúist um unga fólkið. Þau hafa verið einstaklega kraftmikil og skemmtileg á þessum fundi,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins fékk rússneska kosningu á landsfundi flokksins í dag eða yfir níutíu prósent atkvæða. Nýkjörinn ritari segir flokkinn hafa staðfest á fundinum að hann treysti ungu fólki til ábyrgðarstarfa. Það er óhætt að segja að nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fengið glæsilega kosningu á landsfundinum og að unga fólkið hafi komið, séð og sigrað. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður flokksins með 96 prósentum atkvæða sem er besta kosning sem hann hefur fengið í formannsembættið í þau fimm skipti sem hann hefur verið í framboði. Ólöf Nordal sem nú tekur í annað sinn við varaformennskunni fékk enn glæsilegri kosningu eða 96,7 prósent atkvæða. Óvæntasta uppákoman á landsfundinum var hins vegar óvænt framboð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti ritara. Eftir að hún bauð sig fram í gær dróg Guðlaugur Þór Þórðarson framboð sitt til endurkjörs til baka nokkrum klukkustundum síðar. „Það er best fyrir flokkinn minn, fyrir flokkinn okkar, þegar ungur öflugur frambjóðandi býður sig fram í embætti ritara að ég stigi til hliðar og styðji það framboð og ég vona að við gerum það öll,“ sagði Guðlaugur áður en kosningar um embætti hófust í flokknum í dag. Það var engu að síður spenna í loftinu þegar úrslit um kosninganna lágu fyrir, þar sem Áslaug Arna hlaut 91,9 prósent atkvæða. „Kæru vinir. Í gær spurði ég ykkur hvort Sjálfstæðisflokkurinn meinti það þegar hann segðist hlusta á og treysta ungu fólki. Nú stend ég hér og spurningunni hefur verið svarað,“ sagði Áslaug Arna þegar hún ávarpaði fundinn eftir að úrslit lágu fyrir. Í viðtali við fréttastofu sagðist hún telja sig geta breikkað ásýnd forystu flokksins í augum kjósenda en hún er tæplega 25 ára gömul laganemi. Hverjir vissu af þessu framboði, voru þetta samantekin ráð hjá ungliðum? Þetta virtist koma fólki svolítið á óvart. „Þetta voru ekki samantekin ráð hjá ungliðum. Þetta var bara mín einstaklingsákvörðun sem ég tók í gær,“ segir Áslaug Arna. Ólöf Nordal innanríkisráðherra kallaði eftir því í framboðsræðu sinni til varaformanns á landsfundinum að ungt fólk yrði kallað til starfa og fékk því ósk sína uppfyllta. „Þetta kom öllum mjög mikið á óvart. En ég held að þetta muni efla Sjálfstæðisflokkinn. Við höfum verið að kalla eftir ungu fólki. Þessi fundur hefur ekki hvað síst snúist um unga fólkið. Þau hafa verið einstaklega kraftmikil og skemmtileg á þessum fundi,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53
Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00