Viðskipti innlent

Umsvif aukast nokkuð hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður Fjölmargir húsnæðiseigendur hyggjast nýta sér 110 prósenta leið stjórnvalda.
Fréttablaðið/GVA
Íbúðalánasjóður Fjölmargir húsnæðiseigendur hyggjast nýta sér 110 prósenta leið stjórnvalda. Fréttablaðið/GVA
Starfsmönnum hefur fjölgað töluvert hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á síðustu mánuðum til að bregðast við auknum umsvifum sjóðsins. Búist er við um níu þúsund umsóknum til hans um hina svokölluðu 110 prósenta leið auk þess sem fjöldi eigna í eigu hans hefur aukist mikið.

„Það er rétt að það hefur orðið nokkur aukning á fjölda starfsmanna hjá okkur en hluti hennar er reyndar tímabundin stöðugildi,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, og bætir við: „Ég kom til starfa hér í nóvember á síðasta ári og þá hafði starfsmönnum á eignasviði verið fjölgað. Voru áður tveir til þrír en eru nú átta. Eignasvið heldur utan um þær eignir sem sjóðurinn eignast en þær eru orðnar um 1.250 talsins og því nóg að gera.“

Sviðsstjórum hjá ÍLS hefur einnig fjölgað um þrjá í tengslum við skipulagsbreytingar auk þess sem tveir aðrir nýir starfsmenn hafi verið ráðnir vegna aukins álags á fyrirtækjasvæði. Loks hafa sex starfsmenn verið ráðnir tímabundið til að bregðast við miklum fjölda umsókna um 110 prósent leiðina.

Sigurður segir að þegar hafi borist um 1.500 umsóknir en í 110 prósent leiðinni felst að eftirstöðvar láns umfram 110 prósent af markaðsvirði fasteignar verði felldar niður. Nokkurn tíma muni taka ÍLS að fara í gegnum allar umsóknirnar sem gætu orðið hátt í tíu þúsund talsins.- mþl





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×