Innlent

Umdeild skilaboð Heimsýnar

Jakob Bjarnar skrifar
Ekki náðist í Vigdísi en Jón Bjarnason segir að við hljótum flest að geta verið sammála um að óska þess að Ísland vinni.
Ekki náðist í Vigdísi en Jón Bjarnason segir að við hljótum flest að geta verið sammála um að óska þess að Ísland vinni.
Nýr pistill á síðu samtakanna Heimsýn fellur í grýttan jarðveg víða á netinu en þar er útlistað að Króatar búi við veiklað efnahagslíf, eftir að landið gekk inn í Evrópusambandið. Og Ísland sé miklu betra.



„Ég veit ekkert um þetta. Er á fundi fyrir norðan og hef verið tölvusambandslaus í tvo daga. En, ég vona að Ísland vinni leikinn. Við hljótum öll að geta verið sammála um það,“ segir Jón Bjarnason varaformaður Heimsýnar. Ekki náðist í Vigdísi Hauksdóttur, formann samtakanna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Liðsmenn Heimssýnar finna Evrópusambandinu flest til foráttu og sjá ástæðu til að fara yfir stöðuna í Króatíu í tilefni landsleiks Íslands og Króatíu í dag. Í bloggi á heimasíðu Heimssýnar í dag segir að Króatía hafi gerst aðili að ESB í sumar. Þrátt fyrir fyrirheit um efnahagsuppgang í aðlögunarferlinu að sambandinu hafi ástandið í landinu verið heldur dapurlegt. Tekjur á mann nemi einungis þriðjungi af því sem við Íslendingar upplifum samkvæmt Alþjóðabankanum. Atvinnuleysi sé um 20% en um helmingur ungs fólks í landinu sé án atvinnu. Þess vegna sé knattspyrnulandsliðið stolt Króata. Leikurinn í kvöld er því ef til vill átök milli Íslands annars vegar og Evrópusambandins hins vegar í huga margra heimssýnarmanna.

Víða er tengt í bloggið á Facebook og þykir mörgum þetta afar ósmekkleg skilaboð og ekki til þess fallin að efla samstöðu meðal stuðningsmanna íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×