Innlent

Umbrot í Jökulsá á Fjöllum

Ljósmynd/Pjetur.
Mikil umbrot eru nú í Jökulsá á Fjöllum og í gær var þar orðin stærsta krapastífla frá því í desember árið 2010. Lítilsháttar vatn var þá farið að renna yfir þjóðveginn, vestan við brúnna, án þess að vegurinn lokaðist, en ekki er vitað hvort rennslið hefur aukist í nótt.

Á vef Veðrustofunnar segir að áin sé að ryðja sig af ís við Grímsstaði og hafi íshellan, sem lá yfir ánni, verið að brjóta sig upp. Hrannir, jökulsskarir og ísruðningur berist hægt fram og séu umbrotin á nokkurra kílómetra lögnum kafla í ánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×