Erlent

Týndu ebólasjúklingarnir fundnir

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Monróvíu. Rúmlega 400 manns hafa látist í Líberíu á árinu af völdum ebólu.
Frá Monróvíu. Rúmlega 400 manns hafa látist í Líberíu á árinu af völdum ebólu. Vísir/AFP
Þeir sautján einstaklingar sem taldir eru sýktir af ebólu og hurfu í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, um helgina eru nú fundnir. Sjúklingarnir týndust í uppþoti er múgur réðst á einangrunarstöð síðastliðið laugardagskvöld.

„Við gerðum leit að þeim og að lokum gáfu þau sig fram til heilsugæslustöðvar,“ sagði Lewis Brown, upplýsingaráðherra Líberíu, í samtali við BBC. Ríkisstjórn landsins neitaði því í fyrstu að sjúklingarnir hefðu horfið.

Frásögnum sjónarvotta af  uppþotinu bar ekki saman en ýmist var því haldið fram að ráðist hefði verið á stöðina vegna óánægju með að sýktir einstaklingar væru vistaðir í hverfinu eða að almenningur teldi ebólufaraldurinn vera blekkingu stjórnvalda. Birgðum var stolið af einangrunarstöðinni sem og, samkvæmt sumum heimildum, dýnum og rúmfötum sjúklinga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×