Sport

Tvöfaldur íslenskur sigur í spjótkasti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða ÍR

Guðmundur Sverrisson og Örn Davíðsson sáu til þess að Ísland vann tvöfalt í spjótkasti karla á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg.

Guðmundur vann með nokkrum yfirburðum og var sá eini sem komst yfir 70 metra. Hann kastaði 74,38 m en Örn varð annar með kast upp á 69,34 m.

Öll sex köst Guðmundar voru yfir 70 metrunum en hann bætti sinn besta árangur í dag. Örn náði sínu lengsta kasti strax í fyrstu tilraun. Hann gerði þrívegis ógilt.

Þeir eiga þó nokkuð í land með því að ná Íslandsmeti Einars Vilhjálmssonar sem hann setti árið 1992. Þá kastaði hann 86,80 m en þess má geta að Einar er í dag þjálfari Guðmundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×