Erlent

Tvö hundruð þúsund börn gætu dáið úr hungri

Sunna Karen Sigurþórs´dottir skrifar
Um fimmtíu þúsund börn undir fimm ára aldri þjást þar af mikilli vannæringu og telur UNICEF að þeim gæti fjölgað í tvö hundruð þúsund verði ekki gripið til aðgerða strax.
Um fimmtíu þúsund börn undir fimm ára aldri þjást þar af mikilli vannæringu og telur UNICEF að þeim gæti fjölgað í tvö hundruð þúsund verði ekki gripið til aðgerða strax. vísir/afp
Tvö hundruð þúsund börn gætu dáið úr hungri vegna gífurlegs fjár- og matarskorts í Sómalíu, verði ekki gripið til aðgerða strax. Ef fjármagn fæst ekki neyðist UNICEF til að hætta nauðsynlegri heilbrigðisaðstoð innan eins mánaðar, en stofnunin hefur nú einungis fengið um tíu prósent af nauðsynlegu fjármagni.

Hingað til hefur UNICEF fjármagnað um sjötíu prósent af allri heilbrigðisþjónustu þarlendis, en um hundrað og fimmtíu milljón Bandaríkjadali þarf til að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu að fullu.

Um fimmtíu þúsund börn undir fimm ára aldri þjást þar af mikilli vannæringu og telur UNICEF að þeim gæti fjölgað í tvö hundruð þúsund verði ekki gripið til aðgerða strax.

Árið 2011 svalt fólk heilu hungri vegna þurrka og höfðu þurrkarnir áhrif á rúmlega þrettán milljónir manna það árið. Um tvo hundruð og fimmtíu þúsund manns, helmingur þeirra börn, hafa látist úr hungri síðan hungursneyðinni var lýst yfir. Sameinuðu þjóðirnar vara jafnframt við að rigningaskortur og átök á svæðinu gætu leitt til frekari dauðsfalla.

Talið er að ef nægilegt fjármagn safnast ekki verði ekki hægt að veita lífsnauðsynlega heilbrigðisaðstoð við til að mynda meðferð við niðurgangi og lungnabólgu auk sýklalyfja til 620 þúsund sómalskra barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×