Tryggingagjöld sjaldan verið hærri Svavar Hávarðsson skrifar 2. janúar 2015 07:45 Hátt tryggingagjald er sagt hafa lamandi áhrif á fyrirtæki, sérstaklega lítil og meðalstór. „Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira