Innlent

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Vilhelm
Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð í Bárðarbungu klukkan 21:23 í kvöld. Skjálftinn er sá stærsti á þessum stað frá áramótum, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

Smærri skjálfti að stærð 2,7 varð nokkrum mínútum fyrr, eða kl. 21:17, en síðan hefur verið rólegt á svæðinu. Þann 28. desember 2018 varð skjálfti að stærð 4,8 á svipuðum slóðum.

Uppfært klukkan 23:36:

Sigríður Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við Vísi að engin merki um gosóróa séu á svæðinu. Þá hafa engir teljandi eftirskjálftar mælst síðan stóri skjálftinn reið yfir klukkan 21:23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×