Erlent

Trump telur að milljónir hafi kosið ólöglega

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump er umdeildur.
Donald Trump er umdeildur. Vísir/Getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna segir að hann hafi fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum „séu atkvæði þeirra milljóna sem kusu ólöglega dregin frá.“

Trump setti fram þessa staðhæfingu á Twitter-síðu sinni, líkt og sjá má hér fyrir neðan, en færði ekki frekari sannanir fyrir því að milljónir manna hefðu kosið ólöglega.

Þrátt fyrir að hafa fengið færri atkvæði en Clinton hlaut Trump fleiri kjörmenn sem ákvarðar hver verður forseti Bandaríkjanna. Clinton fékk um tveimur milljónum fleiri atkvæða en Trump.

Trump heldur því einnig fram að alvarleg kosningasvindl hafi verið framin í Virginíu, New Hampshire og Kaliforníu en Clinton bar sigur úr býtum í þessum ríkjum.

Framundan er endurtalning í Wisconsin-ríki þar sem afar mjótt var á munum milli Trump og Clinton, Trump í vil, og hefur Clinton sagt að hún styðji endurtalninguna. Talsmaður hennar segir þó að ekkert liggi fyrir sem styðji kenningar um kosningasvindl.


Tengdar fréttir

Wisconsin undirbýr endurtalningu í næstu viku

Wisconsin fylki í Bandaríkjunum undirbýr nú endurtalningu allra atkvæða í fylkinu vegna mögulegs kosningasvindls. Áður höfðu John Bonifaz og J. Alex Halderman, lögfræðingar og sérfræðingar í kosningalögum, hvatt frambjóðendur til að krefjast endurtalningar til að komast að raun um ástæður sigur Trumps í þessum ríkjum.

Clinton vill endurtalningu

Samstarfsfólk Hillary Clintons ætlar að taka þátt í kröfum um að atkvæði verði endurtalin í Wisconsin, sem forsetaframbjóðandi Græningja, Jill Stein, hefur sett fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×