Erlent

Trump forðað af sviðinu í Reno

Bjarki Ármannsson skrifar
Engin hætta reyndist á ferðum og steig Trump aftur á svið örfáum mínútum síðar.
Engin hætta reyndist á ferðum og steig Trump aftur á svið örfáum mínútum síðar. Vísir/AFP
Bandaríska forsetaframbjóðandanum Donald Trump var forðað af sviðinu á kosningafundi í borginni Reno í Nevada-ríki nú í morgun eftir að öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“

Engin hætta reyndist á ferðum og steig Trump aftur á svið örfáum mínútum síðar.

Maður sem mætti gagngert á fundinn til að mótmæla Trump segir að stuðningsmenn forsetaframbjóðandans hafi ráðist á hann og hann hrópað: „Ég er ekki með byssu, bara skilti.“

Mikil spenna ríkir í bandarísku forsetakosningunum um þessar mundir. Mjög mjótt er á mununum á milli þeirra Trump og Hillary Clinton í skoðanakönnunum og báðir frambjóðendurnir eru á faraldsfæti um Bandaríkin til að hvetja sem flesta til að mæta á kjörstað í næstu viku.


Tengdar fréttir

Forsetaframbjóðendur berjast um Flórída

Hillary Clinton og Donald Trump eru nú bæði stödd í Flórída þar sem mjótt er á mununum á milli þeirra. Trump þarf sigur þar ætli hann sér að verða forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×