Trúboð presta í leikskólum bannað Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 14:47 Fulltrúar trúfélaga fá ekki að heimsækja skólabörn samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Mynd: GVA Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19