Trúboð presta í leikskólum bannað Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 14:47 Fulltrúar trúfélaga fá ekki að heimsækja skólabörn samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Mynd: GVA Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Mannréttindaráði hafa á liðnum árum borist fjöldi kvartana frá foreldrum barna vegna aðkomu trúar- og lífsskoðunarfélaga að skólastarfi. Starfsmenn leik- og grunnskóla hafa einnig óskað sérstaklega eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni í þessum efnum. Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir að nú sé reynt að koma til móts við þær óskir sem og skerpa reglur til samræmis við mannréttindastefnu borgarinnar. Leikskóla- og menntasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér skýrslu árið 2007 þar sem fram kom hvernig hægt væri að virða trúfrelsi og vinna að þeim markmiðum sem finna má í mannréttindastefnu borgarinnar. Þar segir meðal annars að í uppeldis- og tómstundastarfi á vegum borgarinnar sé mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að allir aðhyllist sömu trú þó svo hefðbundnar trúarhátíðir lúthersku kirkjunnar séu haldnar hátíðlegar, svo sem jól og páskar.Fermingarfræðsla truflar skólastarf Í drögum að tillögu um samskipti skóla við trúfélög segir að heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimil, né heldur kynning á starfi þeirra í skólunum eða dreifing á trúarlegu efni. Þá er einnig lagt til að fermingarfræðsla Þjóðkirkjunnar og annarra trú- eða lífsskoðunarfélaga skuli fara fram utan skólatíma. Undanfarin ár hefur skólastarf í öllum skólum farið úr skorðum í minnst tvo daga á hverju hausi vegna slíkrar fræðslu. „Slík truflun á skólastarfi er óæskileg auk þess sem hætta er á að börn sem eftir verða telji sig útundan," segir í drögunum. Margrét ítrekar að þarna sé aðeins á ferðinni drög að ályktun og að málið sé á byrjunarstigi. Hún bendir þó á að þarna sé verið að vinna úr niðurstöðum þriggja ára gamallar skýrslu og því sé framkvæmdin vel ígrunduð.Sálfræðingar frekar en prestar Margrét tekur einnig sérstaklega fram að tillögurnar gera ekki ráð fyrir að afnema námsefni í kristnum fræðum í skólum eða leggja af hátíðahald á jólum og páskum. Í drögunum er því beint til skóla að þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skuli frekar kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga í stað fulltrúa trúfélaga. Margrét vill taka fram að með þessu er „að sjálfsögðu ekki" verið að meina foreldrum að halda bænastund í kirkju utan skólatíma. „Þetta snýst allt um að gera skólaumhverfið hlutlausara þegar kemur að trúmálum," segir Margrét. Næstu skref eru að fá athugasemdir við þau drög sem lögð hafa verið fram. Á næstunni verða þau því send til mennta- og íþróttaráðs, tómstundaráðs og velferðarráðs til umsagnar. Þannig má búast við að tillagan eigi eftir að taka nokkrum breytingum áður en hún verður afgreidd frá mannréttindaráði. Málinu var frestað til næsta fundar mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19