Lífið

Trendnet gleði á Kex á morgun

Marín Manda skrifar
Andrea Röfn, Theodóra Mjöll og Elísabet Gunnarsdóttir Trendnet-bloggarar.
Andrea Röfn, Theodóra Mjöll og Elísabet Gunnarsdóttir Trendnet-bloggarar.
Landsþekktir bloggarar halda jólalegan fata-og vörumarkað á Kexi hosteli á laugardaginn milli kl. 12 og 18 en þar er að finna eitthvað fyrir alla.



Þetta er í fyrsta sinn sem við flestöll tökum þátt í svona uppákomu en við viljum gjarnan hitta sem flesta lesendur okkar á markaðnum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari og annar eigandi Trendnet.is.

Bloggarar síðunnar halda fata- og vörumarkað á Kexi hosteli á morgun, laugardag milli kl. 12-18 og boðið verður upp á jóladrykki og snarl. „Þetta verður sannkölluð jólagleði og það verður eitthvað í boði fyrir alla. Við sem búum erlendis komum heim með ansi mikla yfirvigt því við vorum að losa um í fataskápunum. Svo verður Theódóra að selja nýju hárbókina sína, Hilrag verður með svokallaða Einveru PopUp verslun og Svana vöruhönnuður verður með fullt af fallegum heimilismunum,“ útskýrir Elísabet.

Trendnet.is sameinar nokkra af helstu lífsstíls-, tísku- og hönnunarbloggurum landsins undir einum hatti en það eru þau Elísabet Gunnarsdóttir, Helgi Ómarsson, Theodóra Mjöll, Ása Regins, Erna Hrund Hermannsdóttir, Svana Lovísa, Þórhildur Þorkelsdóttir, Andrea Röfn, Pattra Sriyanonge, Hildur Ragnarsdóttir og Karen Lind.

Á markaðnum kennir ýmissa grasa en þar munu meðal annars tveir lukkulegir lesendur taka við jólagjafabréfi frá Icelandair. Dregið verður úr Trendnet-jólapottinum í dag. „Það er svo gaman að gleðja og við vonum að fólk kíki á okkur á röltinu í miðbænum.“ segir Elísabet glöð í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×