Enski boltinn

Tottenham herðir öryggisgæsluna á White Hart Lane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá heimavelli Tottenham.
Frá heimavelli Tottenham. vísir/getty

Tottenham hefur hvatt stuðningsmenn sína til að mæta eins snemma og hægt er á völlinn á sunnudaginn þegar liðið fær Englandsmeistara Chelsea í heimsókn, en liðin mætast í hádegisleik á sunnudaginn.

Ástæðan er sú að búið er að herða öryggisgæslu á leikvanginum. Sömu öryggisráðstafanir voru um síðustu helgi gegn West Ham og þetta sama eftirli mun vera til staðar einnig fyrir leikinn gegn Chelsea þessa helgina.

„Við viljum þakka ölum stuðningsmönnum fyrir þolinmæði þeirra og skilning þegar við innleidum nýjar verklagsreglur um síðustu helgi gegn West Ham,” segir í tilkynnginu frá Tottenham.

„Þeir stuðningsmenn sem komu rétt áður en leikurinn átti að hefjast þurftu að standa í biðröðum vegna þessara aukinnar gæslu og misstu því miður af upphafsmínútum leiksins.”

Ástæðan er líklega vegna hryðjuverkaárasanna þar sem minnstu máttu muna að hryðjuverkamenn kæmust inn á Stade de France, þjóðarleikvang Frakka, þar sem heimamenn og Þjóðverjar léku vináttulandsleik.

Nokkrum landsleikjum var í kjölfarið frestað og nú hafa mörg félög hert sína öryggisgæslu. Tottenham hefur gert það og biðlar til stuðningsmanna að vera mættir tímanlega.

„Öryggið mun verða það sama á sunnudaginn. Verði biðraðir fyrir leikinn á sunnudag vegna þessara gæslu mun leiknum ekki vera seinkað. Því viljum við hvetja stuðningsmenn og minna þá á einn einu sinni að það er mikilvægt að skipuleggja ferð sína fyrr en ella,” segir í tilkynningu Tottenham og að lokum:

„Leikur okkar gegn Chelsea á sunnudag er snemma og til að tryggja að þú náir þínu sæti áður en leikurinn hefst ráðleggjum við þér að þú sért kominn á völlinn ekki síðar en klukkan tólf. Leikvangurinn verður opnaður 30 mínútum fyrr.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×