Erlent

Tommy Ramone látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tommy Ramone var síðasti eftirlifandi upprunalegi meðlimur bandarísku sveitarinnar The Ramones.
Tommy Ramone var síðasti eftirlifandi upprunalegi meðlimur bandarísku sveitarinnar The Ramones. Vísir/AP
Tommy Ramone, trommari bandarísku pönksveitarinnar The Ramones lést á sjúkrahúsi í New York í gær 62 ára að aldri.

Tommy var síðasti eftirlifandi upprunalegi meðlimur sveitarinnar, en hann hafði verið í krabbameinsmeðferð um nokkurt skeið.

Ramone fæddist í Ungverjalandi en flutti til Bandaríkjanna á sjötta áratugnum. Hann stofnaði sveitina í menntaskóla í New York árið 1974 ásamt þremur félögum sínum, en margir telja sveitina upphafsmenn pönkrokksins.

Meðal frægra laga sveitarinnar má nefna I Wanna Be Sedated og Blitzkrieg Bop.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×