Innlent

Tómas forseti Samtaka hjarta- og lungnaskurðlækna á Norðurlöndunum

Atli ísleifsson skrifar
Tómas Guðbjartsson er hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Tómas Guðbjartsson er hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Mynd/Landspítali
Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn formaður Samtaka hjarta- og lungnaskurðlækna á Norðurlöndunum (Scandinavian Association of Thoracic surgery).

Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að í samtökunum eigi sæti allir sérfræðingar í hjarta- og lungnaskurðlækningum á Norðurlöndunum og sé hlutverk samtakanna að skipuleggja fræðslu- og vísindastarf innan sérgreinarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er valinn forseti í 66 ára sögu samtakanna.

„Tómas Guðbjartsson lauk læknanámi frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði síðan framhaldsnám í almennum skurðlækningum og hjarta- og lungnaskurðlækningum  í Svíþjóð og framhaldsnám í hjartaskurðlækningum við Harvard-háskóla í Boston. Tómas hefur verðið virkur í kennslu og rannsóknum og hefur birt hátt í 200 vísindagreinar og bókakafla, flestar á sviði hjarta- og lungnaskurðlækninga.  Að auki hefurTómas  verið virkur í félagsstörfum en hann er formaður prófessoraráðs Landspítala og situr í ritstjórnum Interactive Cardiovascular and Thoracic Surgery og Læknablaðsins.

Tómas er giftur Dagnýju Heiðdal listfræðingi og eiga þau tvö börn, Guðbjörgu, tónlistarkonu og grafískan hönnuð, og Tryggva, nema í lyfjafræði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×