Erlent

Tom Perez kjörinn formaður Demókrata

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Tom Perez sat í ríkisstjórn Baracks Obama.
Tom Perez sat í ríkisstjórn Baracks Obama. vísir/getty
Tom Perez, fyrrum atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur verið kjörinn formaður Demókrata. Kosningin fór fram á flokksfundi í Atlanta. The Guardian greinir frá

Sjá einnig: Demókratar velja sér formann í dag

Sigur hans er sögulegur fyrir þær sakir að hann er fyrsti leiðtogi flokksins sem er ættaður frá Rómönsku Ameríku. 

Perez bar sigurorð af andstæðingi sínum Keith Ellison eftir tvær atkvæðagreiðsur en meirihluta atkvæða þurfti til þess að ná kjöri.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs endurspeglar barátta þeirra Ellison og Perez ólík viðhorf innan flokksins: Framsæknir vinstrimenn í flokknum fylktu sér um Ellison á meðan íhaldssamari Demókratar studdu Perez.

Núverandi formaður Demókrata, Donna Brazile, mun láta af störfum sem formaður flokksins en hún tók tímabundið við af Debbie Wasserman Schultz sem sagði skyndilega af sér síðasta sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×