Töluverð andstaða við breytingar á áfengissölu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2014 18:20 Vilhjálmur Árnason óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Vísir/Anton Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira