Erlent

Tólf milljónir fyrir staðgöngu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Umboðsskrifstofa greiðir 20 prósent til staðgöngumæðra.
Umboðsskrifstofa greiðir 20 prósent til staðgöngumæðra. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrsta sænska umboðsskrifstofan fyrir staðgöngumæðrun, Nordic Surrogacy, tekur allt að 900 þúsund sænskra króna, eða um 11,7 milljónir íslenskra króna, fyrir aðstoð við þá sem vilja eignast barn með hjálp eggjagjafa og staðgöngumóður.

Gert er ráð fyrir samvinnu við staðgöngumæður í Úkraínu eða í Bandaríkjunum.

Sænska ríkissjónvarpið segir Nord­ic Surrogacy umboðsskrifstofu fyrir ísraelska fyrirtækið Tammuz.

Kostnaðurinn er sagður vera 550 til 900 þúsund sænskar krónur. Fer upphæðin eftir því hvar staðgöngumæðurnar búa. Konur í Úkraínu fá 20 prósent af upphæðinni en í Bandaríkjunum fá staðgöngumæðurnar um 30 prósent. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×