Tíu sinnum fleiri í tónlistarskóla í Vesturbæ en í Breiðholti Ingimar Karl Helgason skrifar 2. febrúar 2011 18:43 Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira
Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira